Anna Kristjáns skýtur á Gísla Martein: „Leiðinlegasti sjónvarpsþáttur í heimi“

Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, skýtur nokkuð föstum skotum á sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson. Gísli er eins og kunnugt er umsjónarmaður þáttarins Vikan á RÚV á föstudagskvöldum.

Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um samfélagsmiðla og þann kynslóðamun sem er á milli þeirra sem nota annars vegar Facebook og hins vegar Twitter. Því hefur verið haldið fram að „grái herinn“ sé að taka yfir Facebook á meðan unga fólkið einbeitir sér meira að Twitter – í einhverjum mæli að minnsta kosti.

Anna Kristjánsdóttir er meðal viðmælenda Fréttablaðsins en hún er mjög virk á Facebook og hefur sínar skoðanir á kostum og göllum vinsælustu samfélagsmiðlana. Hún notar frekar Facebook þar sem þar eru engin takmörk sett á lengd skrifanna eins og á Twitter. Hún er með Twitter-aðgang en notar hann sáralítið og er lítt hrifinn af virkni miðilsins. Hún tekur svo eldfimt dæmi.

„Ég má kannski ekki segja þetta svona beint en það er á­kveðinn þáttur á föstu­dags­kvöldum í Ríkis­sjón­varpinu sem gengur stundum undir nafninu Twittersam­fé­lagið. Við skulum ekki nefna hvaða þáttur það er en hann er leiðin­legasti sjón­varps­þáttur í heimi,“ segir Anna í viðtalinu og hlær.

Þá segist hún að­spurð telja lík­legt að á Face­book megi finna breiðari þver­skurð þjóðarinnar en á Twitter. „Ég hugsa það nú. Það er líka af því að þótt yngra fólk sé sko líka inni á Face­book þá nota þau það ekki eins mikið.“

Hér má nálgast umfjöllun Fréttablaðsins.