Aníta lögregluvarðstjóri segir að það eigi ekki alltaf að trúa þolendum: „Full á djamminu.is“

Aníta Rut Harðardóttir, varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við 24.is að það eigi alls ekki alltaf að trúa þolendum: „Ég vil koma því á framfæri að mér finnst að eigi aldrei að þurfa skilyrðislaust að trúa þeim sem stíga fram og kalla sig þolendur. Ég stend alveg föst á því.“

Aníta deildi á facebook frétt Mannlífs mál Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur og sagði: „Full á djamminu.is“ Þórhildur Gyða varð landsþekkt eftir að hún steig fram vegna máls knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar, sakaði hún hann um að beita sig ofbeldi í miðbænum.

Þórhildur segir skrif Anítu sorgleg í samtali við 24.is: „Það er sorglegt að sjá lögreglukonu gefa í skyn að ef þú ert full á djamminu áttu ofbeldi skilið,“ sagði hún. „Vona innilega að hún sjái ekki um að taka skýrslur brotaþola í ofbeldismálum því það væri grafalvarlegt miðað við viðhorf hennar.“

For­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna sagði við Fréttablaðið í vikunni að það væri alls ekki rétt að lög­reglu­menn láti með­vitað þjóð­fé­lags­stöðu þol­enda og ger­enda í kyn­ferðis­brota­málum hafa á­hrif á skýrslu­tökur eða rann­sóknir. Smelltu hér til að lesa fréttina.