And­lát á Land­spítala í gær vegna CO­VID-19 – Á­tjánda and­látið hér á landi

Alls hafa á­tján látist hér á landi vegna CO­VID-19, en ein­stak­lingur á tí­ræðis­aldri lést á Land­spítalanum í gær. Þetta kom fram á upp­lýsinga­fundi al­manna­varnar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra sem nú stendur yfir.

25 innan­lands­smit greindust hér á landi í gær en meiri­hluti þeirra sem greindust voru í sótt­kví, eða 80%. Alls er nú 71 á sjúkra­húsi vegna veirunnar og þrír á gjör­gæslu.

Nú hafa rétt rúm­lega fimm þúsund smit komið upp á Ís­landi síðan að fyrsta smitið greindist hér á landi í lok febrúar­mánaðar. Voru smitin orðin 5.017 í gær.