Alvarlega slasaður eftir að hafa fallið niður í gil: Vegfarandi hlúði fyrst að honum

Maður féll niður í gil í Norð­dal við þjóð­veginn upp á Stein­gríms­fjarða­heiði á ströndum í dag. Fréttablaðið greindi frá.

Úlfar Örn Hjartars­son, sem er í svæðis­stjórn björgunar­sveitarinnar Dag­renningar á Ströndum sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að maðurinn hafi fallið um 20 til 30 metra niður gilið.

„Það var veg­farandi sem fór fyrst niður til hans og hlúði að honum. Svo komu björgunar­sveitir á svæðið á­samt lækni og sjúkra­flutninga­mönnum, þá fóru þeir niður í gilið og hlúðu frekar að honum þar til þyrla land­helgis­gæslunnar hífði hann í burtu,“ sagði Úlfar.

Þyrla Land­helgis­gæslunnar lenti með manninn á Land­spítalanum í Foss­vogi um fimm í dag. Ekki er vitað um á­stand mannsins, en hann var tölu­vert slasaður að sögn Úlfars.

Fleiri fréttir