Al­manna­varnir segja veðrið í kortunum graf­alvar­legt mál: „Mikil­vægt að fólk fylgist mjög vel með veður­spánni og ferðist ekki“

Veður­stofan hefur gefið út appel­sínu­gula við­vörun fyrir stærstan hluta landsins á sunnu­dag.

Spáin bendir til að hvassast verði á Trölla­skaga og austur á Vopna­fjörð bæði, stormur og rok. Þar er ekki öll sagan sögð, því spáð er gríðar­legri úr­komu, rigningu og slyddu sem að líkindum verður á köflum að snjó fast niður að sjávar­máli fyrir norðan og austan. Áttin mun standa að há­norðan á Norður­andi eystra þar sem spáð er versta veðrinu.

Teitur Ara­son, veður­fræðingur á Veður­stofu Ís­lands, segir mikil­vægt að fólk sé upp­lýst um stöðuna.

„Já, það er mikil­vægt að upp­lýsa landann um þetta ó­veður sem fram undan er, þetta er mjög al­var­legt mál,“ segir Teitur Ara­son, veður­fræðingur á Veður­stofu Ís­lands.

Sjö­tíu manna fundur fór fram í morgun þar sem full­trúar frá lög­reglu, Vega­gerðinni, Lands­neti og fleiri aðilum áttu full­trúa þar sem að­gerða­stjórnir í héraði voru upp­lýstar um horfurnar.

Jón Svan­berg, fag­stjóri að­gerða­mála hjá Al­manna­vörnum, segir mikil­vægt að lands­menn haldi sig heima á sunnu­dag og það gildi í raun um allt land þótt norður­landið verði verst úti.

„Þessar við­varanir eru frá sunnu­dags­morgni og standa yfir heilan sólar­hring. Það er mjög mikil­vægt að fólk fylgist mjög vel með veður­spánni og ferðist ekki.“

Um miðjan sunnu­dag ná við­varanir yfir allt landið, ýmist gular eða appel­sínu­gular.

Bændur eru hvattir til að hýsa bú­fénað sem ella gæti orðið illa úti.

Á­stæða ó­veðursins er köld há­lof­ta­lægð nærri landinu sem mætir hlýrri tungu í suðri með mikinn raka. Við þetta stefnu­mót heita og kalda loftsins verður til lægð sem fer til norðurs og ber með mér mjög mikinn raka auk vind­styrksins.

Hin mikla úr­koma mun að líkindum skapa mestan usla á stöðum líkt og akur­eyri, sauð­á­króki, blöndu­ósi, húsa­vík.

Um það hvort appel­sínu­gulan við­vörunin gæti breyst í rauða, segir Veður­stofan að það sé ekki ó­hugsandi en skýrist á morgun.