Alma spyr hvort þjóð­þekkta fólkið sem leggur Rauða Krossinum lið viti þetta

„Næst­komandi föstu­dag stendur til að fara í mann­vina­söfnun á vegum Rauða krossins. Þjóð­þekkt tón­listar­fólk, skemmti­kraftar og á­hrifa­fólk í sam­fé­laginu munu leggja mál­efninu lið,“ skrifar Alma Haf­steins­dóttir, for­maður Sam­taka á­huga­fólks um spila­fíkn, á Vísi.

„Á­stæða þess að ég skrifa þessa grein er að mögu­lega veit fólk ekki um önnur „fjár­öflunar­verk­efni” Rauða krossins, rekstur spila­kassa. Rauði krossinn á Ís­landi á og rekur eina hörðustu og skað­legustu fjár­öflunar­leið sem þekkist. Þar standa spila­fíklar að mestu vaktina og ást­vinir þeirra. Í febrúar 2021 fóru Sam­tök á­huga­fólks um spila­fíkn af stað með á­takið lokum.is. Þar deildu spila­fíklar og ást­vinir þeirra reynslu sinni af spila­kössum. Á­takinu var ætlað að opna um­ræðuna og upp­lýsa al­menning um skað­semi spila­kassa,“ bætir Alma við.

Hún segir að í dag­legu lífi verður meiri­hluti al­mennings ekki var við spila­kassa­rekstur Rauða krossins, fólk er al­mennt ekki að spila í spila­kössum.

„Spila­fíklar eru ekki að leggja mál­efnum Rauða krossins lið heldur að spila í spila­kössum vegna þess að þeir eru haldnir spila­fíkn, spila­fíkn sem þeir ráða ekki við og geta vegna fíknar ekki hætt að spila.“

„Spila­fíklar á Ís­landi sem standa undir veru­legum hluta tekna Rauða krossins af spila­kössum eru á bilinu 1000 - 2000 ein­staklingar. Um er að ræða mjög jaðar­settan og fá­mennan hóp. Ein­staklingar sem geta ekki með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér gegn jafn öflugum sam­tökum sem Rauði krossinn er,“ skrifar Alma.

„Opin­ber­lega ræða for­svars­menn Rauða krossins aldrei vanda spila­fíkla, þann ó­mælda harm­leik sem spila­fíkn veldur í lífi þeirra og allra sem standa þeim næst. Þvert á móti gera þeir lítið úr af­leiðingum spila­kassa, tala um að þetta sé nú ekki svo skað­legt og jafn­vel reyna að draga úr trú­verðug­leika spila­fíkla og þeirra sem vekja máls á skað­semi spila­kassa. Vísa þeir á­vallt í hversu mikil­vægar þessar tekjur eru.“

„En spila­kassa­reksturinn er ekki nóg. Rauði krossinn hefur sótt það stíft að fá leyfi stjórn­valda til að starf­rækja inn­lenda net­spilun sem í dag­legu tali nefnist fjár­hættu­spil á netinu, allt í nafni mann­úðar og góð­gerðar­mála. Vert er að taka fram að sam­kvæmt lögum eru fjár­hættu­spil bönnuð á Ís­landi.“

„Ljóst er að þau grunn­gildi sem Rauði krossinn birtir á heima­síðu sinni eiga ekki við þegar kemur að spila­fíkn. Ef grunn­gildin væru í há­vegum höfð væri Rauði krossinn ekki að reka spila­kassa. Það er skylda Rauða krossins á Ís­landi að upp­lýsa alla þá sem leggja þeim lið, í hvaða verk­efni sem er, um spila­kassa­rekstur sinn. Annað er ó­sið­legt,“ skrifar Alma

„Í betra og mann­úð­legra sam­fé­lagi væri Rauði krossinn á Ís­landi að leita til al­mennings um frjáls fram­lög, fram­lög t.d. í formi mann­vina af því að stjórn Rauða krossins á­kvað að hætta rekstri spila­kassa,“ skrifar Alma að lokum.