„Allt í einu er ekki sett út á mig daglega“ – Alexsandra tjáir sig um vinslitin.

Áhrifavaldurinn Alexsandra Bernharð tjáði sig í kvöld á Instagram-síðu sinni um vinslit sín við Þórunni Ívarsdóttur, sem var áður meðstjórnandi hennar í hlaðvarpsþáttunum Þokunni.

Hljóðbrot af orðaskiptum þeirra fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fór í dreifingu í lok mars þar sem Þórunn sagði við Alexsöndru að hún væri ekki í formi, ekki vel gift og ætti enga peninga. Orðaskiptin vöktu sér í lagi athygli eftir að áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson benti á þau sem andlegt ofbeldi í vinkonusambandi.

„Ég er komin með nóg af leikjum,“ skrifar Alexsandra. „Ég er búin að þurfa að sitja undir niðurlægjandi ummælum í minn garð í mörg ár – fyrir mér er nógu slæmt að tala illa um mig en að draga makann minn og barnið mitt inn í myndina er ekki í lagi. Að setja út á líkamann minn 4 mánuðum eftir fæðingu er ógeðslegt, sérstaklega þegar ég talaði oft um það hversu illa mér leið með líkamann minn eftir keisarann og ég passaði ekki í nein föt.

„Ég var ásökuð um að hafa skipulagt þetta allt saman með Helga of fleiri aðilum,“ heldur Alexsandra áfram. „Mér var eytt af samfélagsmiðlum. Blokkuð af Instagram story. Niðurlægð enn meira í persónulegum samtölum og síðan lokaði hún á sambandið okkar, án þess að fella tár. 10 ára af vináttu. Mér var gjörsamlega hent út eins og rusli.“

„Þegar maður kemst út úr svona aðstæðum þá sér maður á hverjum degi hvað var í gangi, uppgötvar eitthvað nýtt daglega sem var sagt sem er ekki í lagi eða hegðun sem er eitruð, maður byrjar að finna létti, sem er ótrúlega skrítið.“

„Allt í einu er ekki sett út á mig daglega, kvíðinn er minni og sjálfstraustið eykst.“

„Maður lærir að lesa í hegðun og þetta er eins og að lesa handrit, maður sér næstu skref fram í tímann og fær gæsahúð þegar þau ske svo. Þetta er svo útreiknanlegt.“

Þórunn gaf lagði orð í belg á sinni Instagram-síðu. „Ég mun aldrei fá að segja mína sögu,“ skrifar hún. „Ég er með áfallastreitu eftir allt sem er búið að ganga á og ofbeldið í kjölfar alls er það sem enginn mun skilja eða sjá. Það sem er búið að leyfa sér að segja við mig er ofbeldi af verstu gerð. Fyrir ykkur er þetta kannski drama á samfélagsmiðlum en þetta mun hafa áhrif á allt mitt líf þangað til ég fer í gröfina.“

Fleiri fréttir