Alls ekki henda pumpum af hand­sprittum

11. mars 2020
19:20
Fréttir & pistlar

Um­hverfis­stofnun og Em­bætti land­læknis að höfðu sam­ráði við fram­leið­endur sótt­hreinsi­vara beina þeim til­mælum til al­mennings, fyrir­tækja og stofnana að henda ekki hand­pumpum af hand­spritt­brúsum, sápum eða öðrum sótt­hreinsi­vörum. Beinir stofnunin þeim til­mælum til al­mennings að endur­nýta þær þar sem skortur er á slíkum pumpum í heiminum. Takist ekki að upp­lýsa al­menning sé fyrir­sjáan­legt að fram­leið­endur geti einungis fram­leitt hand­spritt í á­fyllingar­brúsum án pumpu. Í til­kynningu frá Um­hverfis­stofnun segir:

„Mikil­vægt er að hafa í huga að ekki er um að ræða fyrir­sjáan­legan skort á hrá­efnum til fram­leiðslu á hand­spritti eða sótt­varnar­efnum og þar af leiðandi er ó­þarfi að hamstra hand­spritt eða sótt­hreinsi­vörur. Skorturinn á ein­göngu við um hand­pumpurnar sjálfar.“

Ís­lendingar eru hvattir til að fylgja á­fram leið­beiningum sótt­varnar­læknis og Em­bætti land­læknis um að þvo hendur með sápu og vatni en nota hand­spritt ef hendur eru ekki sýni­lega ó­hreinar eða eftir með­höndlun peninga og greiðslu­korta.

Þá beinir Landlæknir og Umhverfisstofnun þeim tilmælum til fólks að reyna ekki að búa til eigið spritt. Slíkt getur reynst hættulegt.