Al­freð Þor­steins­son er látinn

28. maí 2020
14:25
Fréttir & pistlar

Al­freð Þor­steins­son, fyrr­verandi borgar­full­trúi og fram­kvæmda­stjóri, er látinn, 76 ára að aldri. Frá þessu er greint á heima­síðu knatt­spyrnu­fé­lagsins Fram þar sem Al­freð var heiðurs­fé­lagi auk þess að gegna for­mennsku fé­lagsins.

Al­freð var fæddur 15. febrúar 1944 og hóf ungur störf í blaða­mennsku. Starfaði hann á Tímanum frá 1962 til 1977.

Al­freð var borgar­full­trúi Fram­sóknar­flokksins á árunum 1971 til 1978 og aftur frá 1994 til 2006. Þá var hann stjórnar­for­maður Orku­veitunnar frá 1999 til 2006. Al­freð var for­stjóri Sölu varnar­liðs­eigna frá 1977 til 2003.

Hann spilaði knatt­spyrnu með yngri flokkum Fram og þá þjálfaði hann yngri flokka fé­lagsins. Hann var for­maður knatt­spyrnu­deildar Fram frá 1965 til 1966 og var tvisvar for­maður fé­lagsins, fyrst 1972 til 1976 og svo frá 1989 til 1994. Hann var gerður að heiðurs­fé­laga Fram á 90 ára af­mælis­há­tíð fé­lagsins árið 1998.

Al­freð lætur eftir sig eigin­konu, Guð­nýju Kristjáns­dóttur. Dætur þeirra eru Lilja Dögg mennta­mála­ráð­herra og Linda Rós guð­fræðingur.