Alexandra undrar sig á ferða­kostnaði Ás­mundar: „Þetta er svaka­legt“

Alexandra Briem, for­seti borgar­stjórnar og borgar­full­trúi Pírata, skilur ekki hvernig Ás­mundi Frið­riks­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokksins, tókst að ferðast fyrir 34 milljónir frá árinu 2013.

„Þetta er svaka­legt. 34 milljónir króna frá árinu 2013? Ég skil alveg að maður í dreifðu kjör­dæmi þurfi að keyra svo­lítið til að hitta fólk og svona, en þetta er fá­rán­legt,“ skrifar Alexandra og deilir frétt Kjarnans um ferða­kostnað Ás­mundar frá því hann settist á þing.

„Ég efast um að minn ferða­kostnaður frá fæðingu nái upp í þessa upp­hæð, jafn­vel þó ferða­lög er­lendis væru talin með.

Ég bara ein­fald­lega trúi því ekki að þetta sé satt. Og sér­stak­lega ekki að það geti verið að þetta sé allt ferða­kostnaður vegna þing­mennsku, en ekki vegna próf­kjöra eða per­sónu­legra erinda­gjörða,“ skrifar Alexandra enn fremur.