Akur­eyringar að kenna Reyk­víkingum að moka snjó í bráð­fyndnu kennslu­mynd­bandi

Það er fátt sem fólki að norðan finnst skemmti­legra en vand­ræði fólks á höfuð­borgar­svæðinu með smá snjó­komu. Þennan vetur var mikið deilu­mál hversu illa gekk að hreinsa götur borgarinnar þegar snjórinn var sem verstur og mátti borgar­stjórn sæta mikilli gagn­rýni vegna málsins.

Gylfi Gylfa nokkur á­kvað að gera kennslu­mynd­band fyrir Reyk­víkinga um hvernig ætti að moka snjó og tala við verk­taka sem koma ekki.

„Þegar Reykja­víkur­borg skrifaði á­stand snjó­moksturs á verk­taka sem mættu ekki þá kom mér til hugar að veita sér­fræði­að­stoð að norðan, og hér er hún á norð­lensku. Auð­vitað eru hlutirnir ekki full­komnir hér nyrðra en bærinn má eiga það skuld­laust að nota oft á tíðum af­skap­lega góða verk­taka sem gera snjó­mokstri góð skil, og mæta flestir þegar kallið kemur sem er býsna stórt at­riði. En um­ræða borgarinnar um "stýri­fyndi" til lausnar vandanum í sjón­varpi fyrir skemmstu er kannski ekki alveg lausnin og skrif­ræði mokar jú ekki snjó, þó ríkur vilji sé til þess þar syðra,“ skrifaði Gylfi undir mynd­bandið.

Þetta sprenghlægilega myndband er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Fleiri fréttir