Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga: „Erfið helgi framundan“

„Ég VEIT ađ saman munum viđ sigrast á COVIDinu,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson, gjörgæslulæknir á Landspítalanum, á Facebook-síðu sinni.

Theódór birti það sem hann kallar ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga fyrr í dag. Óhætt er að segja að margir hafi deilt stuttum en mikilvægum pistli hans um stöðu mála nú þegar COVID-19-faraldurinn er í hæstu hæðum hér á landi.

Eins og kunnugt er er Landspítali á neyðarstigi vegna stöðunnar og þá tilkynnti ríkisstjórnin hertar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins.

Færslu Theódórs má sjá hér að neðan:

„Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga!

Í nótt voru báđar gjörgæsludeildir Landspítalans yfirfullar...

Lífsbjargandi ađgerđir í gangi á mörgum skurđstofum...

Nú er erfiđ helgi og vikur framundan, sem munu reyna á okkur öll...

Rjúpnaskyttur og ađrir sem finna fyrir yfirgnæfandi ferđaþörf og ævintýramennsku, fariđ varlega...

Slys gera ekki bođ á undan sér...

Ég VEIT ađ saman munum viđ sigrast á COVIDinu.“

Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga! Í nótt voru báđar gjörgæsludeildir Landspítalans yfirfullar... Lífsbjargandi...

Posted by Theódór Skúli Sigurðsson on Föstudagur, 30. október 2020