Áhugaverð gestaþraut fyrir vg

Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrrum þingmaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson leggja skemmtilega gestaþraut fyrir VG í Morgunblaðinu í dag.

Ísólfur greinir þar frá aðgerð á mjöðm sem hann fór í á dögunum í Svíþjóð, sem Sjúkratryggingar Íslands greiddu fyrir þrefalt meira en aðgerðin hefði kostað, hefði hún verið gerð hér á landi. Fjármálaráðherra segir augljóst að þarna sé ekki um góða meðferð á fjármunum almennings að ræða.

Þá situr heilbrigðisráðherra VG uppi með slungna gestaþraut. Ljóst er að innan LSH er hvorki mannskapur né húsnæði til að fjölga aðgerðum, nema á kostnað lífsnauðsynlegra aðgerða sem ekki kemur til greina. Í Ármúla er einkafyrirtækið Klíníkin sem getur bætt við sig aðgerðum, en andstaða við slíka starfsemi er mikil innan VG.

Fróðlegt verður að sjá hvenrig ráðherra heilbrigðismála tekst á við þessa þraut.