Ágústa Eva í fleirum þáttaseríum HBO

Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir leik­kona og söng­kona lék í meiriháttar þáttaröð sem sýnd er nú á sjónvarpsveitunni HBO - Nordic sem nefnist Befor­eigners.

Þættirnir hafa fengið miklar og lofsamlegar viðtöku. Verðlaun áhorf­enda og þættirnir slóu niður­hals­met á sjón­varps­efni í Nor­egi. Seinna í mánuðinum fara þættirnir í streym­isveitu HBO NOW í Banda­ríkj­un­um. 

Ágústa Eva segir Lindu Blöndal frá Urði, karakternum sem hún leikur í þáttaröðinni en í henni kemur fólk frá fortíðinni, meðal annars víkingatímabilnu og steinöld í heimsókn í nútímann. Urður er víkingur en Ágústa Eva gerði samning um að leika í tveimur þáttaröðum til viðbótar. 

Mörg járn eru í eldinu hjá þessari þjóðþekktu söng- og leikkonu sem telur að við gætum máske bara hætt að vera í Júróvisjón eftir sigur Hildar Guðnadóttur á sviði tónsmíða en eins og flestir muna fór Ágústa Eva út að keppa fyrir hönd Íslands í Júróvisjón sem Silvía Nótt.