Ágúst: Erum við á betri stað en 2008? 10 at­riði sem benda ekki til þess

„Ég held að allt tal um að við séum í svo miklu betri efna­hags­legri stöðu nú en við vorum fyrir banka­hrunið árið 2008 sé hugsan­legt of­mat og jafn­vel byggt á ósk­hyggju,“ segir Ágúst Ólafur Ágústs­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar.

Ágúst Ólafur hefur skrifað tíu punkta á fyrsta degi sam­komu­banns vegna CO­VID-19 far­aldursins sem benda til þess að staðan sé ekki endi­lega mikið betri en fyrir hrun 2008. Þó að staðan sé betri hvað ýmsa þætti varðar telur Ágúst rétt að búa sig undir erfiða tíma í efna­hags­málum.

Hér að neðan má sjá þá punkta sem Ágúst Ólafur telur upp:

1. Opin­ber skulda­staða er í raun nokkuð svipuð núna og hún var 2008. Í raun er skulda­staða ríkisins sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu hærri núna (um 30%) en hún var fyrir hrunið 2007 (um 20%). Það er rétt að einka­aðilar skulda mun minna núna en þá en þær skuldir voru að stórum hluta af­skrifaðar 2008 og lentu fyrst og fremst á er­lendum kröfu­höfum.

2. Nú þegar eru um 9 þúsund manns at­vinnu­laus og voru það fyrir þetta á­fall. Í hruninu 2008 urðu 20 þúsund manns at­vinnu­laus. At­vinnu­leysi mun aukast tals­vert á næstunni.

3. Ferða­þjónustan er lang­stærsta at­vinnu­greinin okkar núna og það er ein­mitt sú at­vinnu­grein sem er fyrst og fremst að verða fyrir þessu á­falli.

4. Við erum jafn­vel háðari ferða­þjónustu nú en við vorum háð banka­þjónustu árið 2008. Sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu er ferða­þjónustan svipuð núna og banka­þjónustan var árið 2007.

5. Bein störf í ferða­þjónustu árið 2020 eru hins vegar meira en helmingi fleiri (25 þús) en störfin í fjár­mála­þjónustunni árið 2007 (9 þús).

6. Hlutur er­lendra ferða­manna í verð­mæta­sköpun ferða­þjónustu er hlut­falls­lega um 70% og má ætla að fækkun ferða­manna kunni að hafi á­hrif á um 18 þúsund störf hér á landi.

7. Nú er ljóst að ferða­þjónustan mun minnka til muna næsta árið og kannski lítið koma í staðinn. Í síðasta hruni gat ríkið þó komið inn í bankana 2008 og rekið þá á­fram með þeim störfum sem þar voru að stærstum hluta. Ríkið er væntan­lega ekki að fara að reka hótel, leið­sögu­fyrir­tæki, bíla­leigur, veitinga­staði, verslanir, af­þreyingar­þjónustu, rútu­fyrir­tæki o.s.frv. í þessu hruni.

8. Gengi krónunnar (virðið hennar) mun lækka til muna (er nú þegar byrjað) sem þýðir lífs­kjara­rýrnun fólks og verð­bólgu­skot eins og síðast með til­heyrandi á­hrifum verð­tryggingar.

9. Inn­viðir eru enn veikir s.s. heil­brigðis­þjónustan sem var á­litin búa við „neyðar­á­stand“ áður en kóróna-veiran barst til landsins.

10. Auð­vitað er sumt í betri málum núna en var árið 2008. Hins vegar er rétt að búa sig undir erfiða efna­hags­lega tíma. Við getum þetta alveg en þá þurfa stjórn­völd að huga fyrst og fremst að fólkinu og heimilunum í landinu og þeirra stöðu.