Af­brigði sem aldrei hefur áður sést hér á landi

Hóp­smit meðal íbúa í Mýr­dals­hreppi tengist af­brigði kórónu­veirunnar sem ekki hefur áður sést hér á landi. Þetta sagði Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir í Morgunút­varpi Rásar 2 í morgun.

Þar sagði Þór­ólfur að veiran sé enn á sveimi úti í sam­fé­laginu. Þór­ólfur gaf það upp að tölur yfir smit gær­dagsins séu skárri en tölurnar sem birtust yfir smit í fyrra­dag, þegar 11 greindust og sex utan sótt­kvíar. Hann sagðist þó ekki vera með ná­kvæma tölu.

„Það eru smit þarna úti, alveg klár­lega, en ekki mikið. Það getur verið að lúra þarna undir yfir­borðinu í ein­hvern tíma áður en það brjótast út stærri hóp­sýkingar,“ segir Þór­ólfur.

Hann segist vona að til­felli um ferða­mann sem smitaðist aftur af CO­VID sé ein­stakt.

„Ég vona að þetta sé bara ein­stakt til­felli, að við förum ekki að sjá nokkuð svona lagað því það setur hlutina í upp­nám og þá þurfum við að vera með nýja nálgun. Ég myndi telja á þessu stigi að þetta væri undan­tekning frekar en eitt­hvað annað. Við þurfum að vera á varð­bergi og það taka sýni af fólki með vott­orð á landa­mærunum er al­gjör­lega nauð­syn­legt, “ segir Þór­ólfur.