„Af hverju eru ekki partý bönnuð og fót­boltinn leyfður?

„Drullist í gang, Þór­ólfur, eða ég fer að læra sótt­varnar­lækninn,“ sagði Kristján Óli Sigurðs­son spark­s­pekingur í hlað­varps­þætti Hjör­vars Haf­liða­sonar, Dr. Foot­ball.

Sitt sýnist hverjum um þau til­mæli sótt­varnar­læknis að gera hlé á æfingum og keppni í í­þróttum með snertingu til 13. ágúst næst­komandi. Þetta þýðir að hlé hefur verið gert á Ís­lands­mótinu í knatt­spyrnu, fót­bolta­unn­endum til lítillar gleði. Hvatti ÍSÍ í­þrótta­hreyfinguna til að fara að þessum til­mælum heil­brigðis­yfir­valda.

Í þættinum var fjallað um þessa á­kvörðun og sagðist Kristján ekki skilja hvers vegna ekki sé hægt að spila fót­bolta á sama tíma og skemmti­staðir eru opnir til 23 á kvöldin.

Kristján sagði að sára­litlar líkur væri á smiti í fót­bolta, bæði á æfingum og í leikjum. Benti hann á dæmi máli sínu til stuðnings. „Það var hálf­partinn allt stoppað í kvenna­boltanum þegar Breiða­bliks­stelpan kom smituð heim,“ sagði Kristján en lið Breiða­bliks og Sel­foss fóru í sótt­kví vegna smitsins. Sem betur fer smitaðist enginn annar úr um­ræddum liðum þrátt fyrir æfingar og leik milli liðanna.

Þá smitaðist leik­maður Stjörnunnar af veirunni sem varð til þess að leik­manna­hópur liðsins þurfti að fara í sótt­kví. Benti Mikael á að enginn annar úr Stjörnu­liðinu hafi smitast.

„Þetta gerðist í ein­hverjum partýum, af hverju eru ekki partý bönnuð og fót­boltinn leyfður? Drullist í gang, Þór­ólfur, eða ég fer að læra sótt­varnar­lækninn,“ sagði Kristján.

Hjör­var Haf­liða­son, um­sjónar­maður Dr. Foot­ball, segir á Twitter að fót­bolti sé öruggur staður til að vera á. „Game on takk!“ segir hann.

Guð­jón Guð­munds­son, einn reynslu­mesti í­þrótta­frétta­maður þjóðarinnar, leggur orð í belg og segir: „Vanda­málið hér heima er fyrst og síðast las­burða yfir­vald hreyfingarinnar það vill segja ÍSÍ. Bírógratar sem vita lítið um af­reks­starf.“

Geir Þor­steins­son, fyrr­verandi for­maður KSÍ, sagði á dögunum að þátt­taka ís­lenskra fé­laga í Evrópu­leikjum væri undir, bæði í ár og á næsta ári. Mikil­vægt væri að finna leið til að bjarga Ís­lands­mótinu þetta sumarið.

„Gífur­legir hags­munir ís­lenskrar knatt­spyrnu byggja á því að ÍM2020 í efstu deild(um) fari fram og leik­menn stundi æfingar eins og venju­lega með til­heyrandi sótt­vörnum. Finna þarf sátt og leiðir til halda hefð­bundnum og skipu­lögðum æfingum á­fram í efstu deild(um) í fót­bolta til að bjarga ÍM2020, öðrum mótum þarf mögu­lega að ljúka og ný mót að fara fram 2021 eins og vera ber. Leik­menn eru ekki vélar sem slökkva má á og endur­ræsa eftir þörfum.“