Gerðu kjarakaup í þjóðabúðunum

Verslanir innflytjenda á Íslandi eru að verða æ vinsælli á meðal innfæddra, þótt vissulega séu þær líka mikið sóttar af innflytjendunum sjálfum. Pólskar matvörubúðir eru komnar til að vera - og bjóða margar upp á úrval af þeim bestu pylsum sem hægt er að hugsa sér á landinu bláa, en þar fyrir utan ber orðið mun meira á alls konar asískum kjörbúðum en landsmenn hafa þekkt til þessa, svo sem kínverskum, taílenskum og víetnömskum. Þessar verslanir eru þakklát viðbót í flóru íslenskra matvörubúða, því ekki einasta auka þeir fjölbreytni í matvöru hér á landi, heldur gefa þær neytendum kost á kjarakaupum. Þannig er á stundum hægt að kaupa mun betri og ódýrari hrísgrjón og núðlur, svo dæmi sé tekið, í þeim asísku búðum sem hafa verið að taka til starfa á síðustu árum en í gamalgrónum íslenskum höndlunarstöðum. Margt af þeim niðursuðuvarningi sem er á boðstólum í þessum búðum er líka hægt að fá á betra verði en Íslendingar eiga að venjast úr almennum matvöruverslunum, en aðalatriðið er kannski þetta:


Það er gaman að skoða sig um innan um nýja og framandi matvöru og eykur á víðsýni. Og stundum reynist ferðin líka afskaplega praktísk.