Ævintýralegt útsýni úr gömlu verbúðunum við Höfnina

Við Reykjavíkurhöfn er veitingastaðurinn Höfnin þar sem lögð áhersla á klassískan íslenskan mat sem færður er í nútímalegan búning og er fiskurinn í forgrunni. Í þættinum Matur og Heimili, heimsækir Sjöfn staðinn og hittir Brynjar Eymundsson matreiðslumeistara og einn eiganda staðarins. Sjöfn fær að heyra um tilurð staðarins, sögu hússins og áherslurnar í matargerðinni sem er margrómuð.

Brynjar, eiginkona hans, Elsa, og fjölskylda settu staðinn upp vorið 2010. Sérstaklega var hugað að því að viðhalda tíðaranda og sál hússins sem er mikil en sægrænu húsin við Suðurbugtina eru byggð á árunum kringum 1930 og þjónuðu sem beitningaskúrar, netageymslur og verbúðir fram yfir aldamótin síðustu.

Screenshot 2022-02-15 at 12.25.16.png

„Sterk tenging fjölskyldunnar til sjómennsku laðaði okkur þessu húsi við fundum fyrir einhverri sál þegar við komum hingað inn,“segir Brynjar og bætir því við að til hafi staðið að rífa þetta hús en hrunið mikla bjargaði því. „Okkur fannst við eiginlega vera komin heim þegar við komum hingað inn.“ Höfnin er á tveimur hæðum og býður einnig ævintýralegt útsýni yfir smábátahöfnina, atvinnustarfsemina og mannlífið sem því fylgir, Esjuna og Faxaflóann.

Þegar Brynjar er spurður út í áherslur í matargerðinni segir hann að fiskurinn hafi ávallt spilað stóra rullu. „Þá aðallega fiskur eldaður á þjóðlegan máta en poppaður upp. Eins plokkfiskurinn sem hefur verið á matseðli frá degi eitt. Svo er það skelfisksúpan okkar sem er mjög fræg og kræklingurinn.“

Höfnin 2.jpeg

Girnilegur plokkfiskurinn hjá Brynjari við Höfnina.

Höfnin 3.jpeg

Kræklingurinn nýtur líka mikilla vinsælda.

Brynjar sviptir hulunni af fleiri leyndardómum veitingastaðarins í gömlu verbúðinni við Reykjavíkurhöfn í þættinum Matur og Heimili í kvöld á Hringbraut.

Þátturinn Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar er sýndur klukkan 19.00 og fyrsta endursýning er klukkan 21.00 í kvöld.