„Skila kveðju til geð­hjúkrunar­fræðings á Land­spítalanum, sem er farin að ríða kallinum mínum"

Við­tal frá árinu 2007 gengur nú í endur­nýjun líf­daga á sam­fé­lags­miðlum en við­talið var við ó­nefnda konu sem hringdi inn í út­varps­þáttinn Reykja­vík síð­degis á Bylgjunni.

„Ég ætla að skila kveðju til geð­hjúkrunar­fræðings á Land­spítalanum, sem er farin að ríða kallinum mínum og er búin að eyði­leggja allt fyrir mér," sagði konan sem byrjaði þó að tala um mál­efni ör­yrkja.

Við­talið var það skraut­legt að það vakti at­hygli daginn sem það var tekið og fjallað var um það á Vísi árið 2007. Sagði út­varps­maðurinn Kristófer Helga­son, að þeim hefði brugðið í brún.

Hlusta má á við­talið hér: