Að­stoðar­maður Páls um við­talið við Kára: „Fá­rán­lega dóna­legur og ó­sann­gjarn“

28. maí 2020
10:32
Fréttir & pistlar

Anna Sig­rún Baldurs­dóttir, að­stoðar­maður Páls Matthías­sonar, for­stjóra Land­spítala, segir að Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, hafi verið dóna­legur og ó­sann­gjarn í við­talinu í Kast­ljósi í gær­kvöldi.

Við­talið við Kára hefur vakið tals­verða at­hygli en þar gagn­rýndi hann til dæmis Svan­dísi Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra fyrir að minnast ekki á Ís­lenska erfða­greiningu í þakkar­ræðu sinni á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra í vikunni.

Þá sagði hann að Ís­lensk erfða­greining myndi að ó­breyttu ekki taka þátt í skimunum þegar landa­mærin verða opnuð þann 15. júní næst­komandi ef verk­efnið yrði unnið undir stjórn heil­brigðis­ráðu­neytisins.
Kári fór mikinn í við­talinu og sagði Svan­dísi stundum haga sér eins og „lítil tíu ára stelpa sem lætur ekki neinn segja sér neinn skapaðan hlut.“

Í færslu á Face­book-síðu sinni eftir við­talið sagði Anna Sig­rún: „Þetta var auð­vitað við­tal ársins sem Einar Þor­steins­son átti við Kára Stefáns­son í Kast­ljósi kvöldsins. Spyrillinn brilleraði og Kári var, ja, Kári,“ sagði hún og hrósaði Einar Þor­steins­syni sem tók um­rætt við­tal.

Margrét Tryggva­dóttir, fyrr­verandi þing­kona, segir í at­huga­semd undir að við­talið hafi haft skemmti­gildi en hún viti þó ekki með upp­lýsinga­gildið. Því svarar Anna Sig­rún: „Ekki nokkurt annað en að Kári vill fá líf­sýni úr fólki á sínum for­sendum.“ Hún bætir svo við: „Og svo kannski sýnir þetta að það er ekki snjallt að undir­fjár­magna opin­bera stofnun og treysta á einka­fyrir­tæki um opin­bera þjónustu þegar á reynir. Just say´n.“

Í um­ræðum undir færslunni er bent á að taka mætti fastar á Kára. „Hann fær alltaf að vaða uppi án nokkurrar við­spyrnu. En það var fyndið að sjá hroka­fyllsta mann Ís­lands væna aðra um hroka.“ Þessu svarar Anna Sig­rún: „Hann var auð­vitað fá­rán­lega dóna­legur og ó­sann­gjarn - var sem­sagt Kári.“

Hún virðist svo gefa í skyn að Kári sé karl­remba því gagn­rýni hans að undan­förnu hafi að stóru leyti beinst að stofnunum eða ráðu­neytum þar sem konur eru í for­svari.

„Helga Þóris­dóttir er for­stjóri Per­sónu­verndar. Svan­dís Svavars­dóttir er heil­brigðis­ráð­herra. Hildur Helga­dóttir var for­maður verk­efnis­stjórnarinnar og Sunna Snæ­dal er for­maður Vísinda­siða­nefndar. Ein­hver gæti mögu­lega séð eitt­hvað trend hérna.“