64 ára gömul kona fékk bréf eftir 20 ára starf: „Skíta­bragð af þessu máli"

Sex­tíu og fjögurra ára gömul kona sem hefur starfað á hjúkrunar­heimilinu Hlíð á Akur­eyri í 20 ár hefur fengið upp­sagnar­bréf frá Heilsu­vernd Hjúkrunar­heimili ehf. Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, vekur at­hygli á málinu á Face­book þar hún lætur hjúkrunar­heimilið heyra það fyrir að losa sig við sitt reyndasta starfs­fólk.

„Heilsu­vernd hjúkrunar­heimili ehf. hefur tekið við rekstrinum á Hlíð á Akur­eyri og tví­nóna ekki við hlutina,“ skrifar Drífa.

„Svei þeim og svei arð­væðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfs­fólkið og ná “hag­ræðingu”. Starfs­fólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitar­fé­lagsins!,“ skrifar Drífa enn fremur.

Í at­huga­semdum undir færslu Drífu eru margir afar ó­sáttir með upp­sögnina og segir fólk málið verða sví­virði­legt. Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýsinga­full­trúi Örykja­banda­lagsins, segir það vera skíta­bragð af þessu máli öllu.

„Er það sem­sagt svona sem á að ná niður kostnaði við lög­bundna og nauð­syn­lega þjónustu við elsta fólkið hér á landi?,“ segir Helga Vala Helga­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar.