56 prósent landsmanna vilja evru

Í október sl. kom fram í Gallup-könnun, að 56% Íslendinga eru hlynnt upptöku evru.

Skýr meirihluti þjóðarinnar vill því loks fá stöðugan og traustan gjaldmiðil, sem við getum reitt okkur á, hvernig sem viðrar í efnahagsmálum, og, umfram allt, tryggir okkur lágmarksvexti, eins og allir aðrir Evrópubúar njóta.

Meðan Evrópubúar borga sína íbúð 1,5 sinnum, með vöxtum, eru menn hér að greiða sína íbúð 3-4 sinnum, vegna okurvaxta.

Í Bretlandi greiddu 52 prósent þeirra, sem atkvæði greiddu, atkvæði með því, að þjóðin gengi úr ESB. Þar hefur síðan verið talað um „vilja fólksins“, og að fullnægja yrði „vilja fólksins“, af virðingu við lýðræðið, jafnvel þó að í ljós hafi komið, að úrgangan sé hið mesta feigðarflan.

Auðvitað er munur á Gallup-könnun og þjóðaratkvæði, en engu að síður finnst mér með ólíkindum, hvernig stjórnmálamenn og Alþingi leiða hjá sér þessa skýru meldingu landsmanna í þessu veigamikla máli.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/skodun/56-landsmanna-vilja-evru-er-ekki-mal-til-komi-a-sinna-vi-1