45 smit greindust í gær

21. október 2020
11:08
Fréttir & pistlar

Alls greindust 45 kórónu­veiru­smit innan­lands í gær, nokkuð færri en á mánu­dag þegar 62 greindust. 24 ein­staklingar voru utan sótt­kvíar.

Að­eins eitt smit greindist á landa­mærunum og er beðið niður­stöðu mót­efna­mælingar úr þeirri sýna­töku.

Þetta kemur fram í tölum sem birtust á vefnum Co­vid.is nú klukkan 11.

Alls eru 1.132 ein­staklingar í ein­angrun vegan CO­VID-19 og hefur þeim farið fækkandi. Þannig voru þeir 1.169 í gær og 1.175 á mánu­dag.