38 ný COVID-19 smit

20. september 2020
11:20
Fréttir & pistlar

Sam­tals greind­ust 38 ný smit af Covid-19 inn­an­lands í gær. 36 smitanna greindust hjá veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og Ís­lenskri erfðagrein­ingu.

Meira en helmingur var í sóttkví. 17 voru ekki í sótt­kví­.

Í gær voru tekin 1.404 sýni inn­an­lands, þá voru 1.058 sýni tekin á landa­mær­unum.

Alls hafa 156 smit greinst innanlands síðustu daga. Í fyrradag greindust 75 smit , þar af voru 37 í sóttkví.