32 milljóna aðal­vinningur Lottó og stór­undar­legar Jóker­tölur í kvöld

Jóker­tölur kvöldsins voru heldur betur á­huga­verðar þar sem tölurnar voru 5 0 0 0 0. Þrátt fyrir að enginn hafi verið með allar fimm réttar í röð voru tíu með fjórar réttar, þá annað hvort 5 0 0 0 eða 0 0 0 0.

Þeir tíu sem voru með fjórar réttar fá allir 100 þúsund krónur á mann og ganga því ef­laust sælir inn í kvöldið.

Hvað Lottóið varðar var einn heppinn aðili með vinnings­tölurnar 15 22 33 37 og 38 en vinnings­hafinn fær rúmar 32 milljónir í sinn hlut.

Þrír voru síðan með fjórar réttar auk bónus­tölunnar, 16, og eru því 195 þúsund krónum ríkari.

Sölu­staðir vinninganna voru eftir­farandi:

Aðal­vinningurinn: N1 Skógar­seli í Reykja­vík

Bónus­vinningur: N1 við Hring­braut í Reykja­vík, Kram­búðinni í Firðinum í Hafnar­firði og á Lotto.is

Annar vinningur í Jóker: N1 Héðins­braut í Húsa­vík, Sölu­skálanum Björk á Hvols­velli, Hamra­borg ehf á Ísa­firði, á Lotto.is, Ís­lenskri Get­spá í Reykja­vík, Kram­búðinni Byggða­vegi á Akur­eyri, Lottó-appinu (tveir vinningar) og í á­skrift (tveir vinningar).