10 ástæður til að taka lýsi: Börnin verða líklega þægari, verndar hjartað og vinnur á mörgum sjúkdómum

Íslendingar hafa lengi trúað því að lýsi sé allra meina bót, en bætir neysla þess hegðun barna?

Lifandi vísindi greina frá því að í Bandaríkjunum fór fram rannsókn á 200 börnum yfir sex mánaða tímabil. 100 börn fengu omega 3 blandað í ávaxtasafa og 100 börn fengu aðeins safann. Hvorki foreldrarnir né börnin fengu að vita hvaða börn fengu omega 3 í ávaxtasafann.  Eftir tilraunina voru foreldrar spurðir út í hegðun barna sinna.

Börn sem fengu omega 3 sýndu minni átakahegðun og óþekkt. Orsakasamhengið er enn óljóst og frekari rannsókna er þörf.

En Íslendingar þurfa eflaust ekki frekari ástæður til að taka lýsi. En hvað gerir lýsi. Hér eru nokkur dæmi og listinn er ekki tæmandi.

  • Omega 3 hægja á framvindu psoriasis húðsjúkdóminn.
  • Hefur áhrif á Geð og gigtarsjúkdóma og líka astma.
  • Omega 3 gegnir einnig hlutverki við að draga úr bólgu- og ónæmissvörun líkamans, byggir upp frumuhimnur og hefur áhrif á blóðstorknun
  • Lýsi hefur áhrif á hjartasjúkdóma.
  • Lýsi styrkir æðar og vinnur gegn kransæðasjúkdómum eða að sjúkdómurinn taki sig upp.
  • Þeir sem borða sjaldan fisk fá frekar hjartasjúkdóma.
  • Lýsi verndar hjartað og æðakerfið.
  • Lýsi lækkar blóðþrýsting.
  • Lýsi dregur úr kölkun og þrengingu æða.
  • Lýsi eða omega 3 er nauðsynlegt fyrir uppbyggingu heila og miðtaugakerfis.

Er lýsi allra meina bót? Hvað segja lesendur?