Pistlar

Anna Kristjánsdóttir skrifar frá Tenerife:

ÍSLENDINGASAMFÉLAGIÐ Á TENERIFE HARMI SLEGIÐ VEGNA ANDLÁTS GUÐMUNDAR

Guðmundur vinur minn Guðbjartsson og veitingamaður (Bar-Inn) í Los Cristianos varð bráðkvaddur síðastliðinn þriðjudag, 21. janúar aðeins 53 ára gamall.

Kolbrún Baldursdóttir skrifar:

Vanmetum ekki foreldra

Vísbendingar eru um að meirihlutinn í borginni endurskoði ákvörðun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komið að nú eigi að gera jafnréttismat og hafa samráð við foreldra sem ekki var gert áður en þessi ákvörðun var tekin. Fram hefur einnig komið að þessi ákvörðun verði ekki staðfest í borgarráði 23. janúar eins og upphaflega stóð til. Tilkynnt hefur verið að þessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóð til.

Brynjar Níelsson skrifar:

PÍRATAR ÆTTU AÐ STOFNA TRÚFÉLAG OG HÆTTA Á ÞINGI

Í gær átti að vera umræða í þinginu um stjórnmál. Innlegg formanns Samfylkingarinnar í umræðunni var að hvíla þyrfti Sjálfstæðisflokkinn og við ætti að taka stjórn sem hefði meiri sköpunarkraft, framsýni og hugrekki.

Hanna Katrín Friðriksson skrifar:

RÉTT SKREF TEKIÐ Á RÖNGUM TÍMA

Þegar stelpurnar mínar voru í leikskóla, upp úr aldamótum, þá borguðum við mæðurnar fyrir lengstu vistina sem var í boði. Til kl. 17:30 ef ég man rétt. Ekki af því að við notuðum þann möguleika oft, heldur vegna þess að við þurftum, starfs okkar vegna, að hafa þennan sveigjanleika. Á móti kom að við gátum kannski mætt með þær hálftímanum seinna en venjulega. Ég er ekki ósammála þeim sem telja hagsmunum barna betur borgið með því að vera skemur á leikskólanum á degi hverjum. Ég er ekki endilega sammála heldur, mér finnst skipta máli hvað kemur á móti.

Anna Kristjánsdóttir skrifar:

JÁTA SYNDIR MÍNAR: ALLT MÉR AÐ KENNA

Dagur 157 - Treyjan. Ég játa syndir mínar og iðrast. Þetta er allt mér að kenna. Ég hefi löngum þótt einstaklega áhugalaus um boltaíþróttir, hefi ekki mætt á völlinn á fótboltaleik síðan 1990 og á Íslandi síðan Valur burstaði Benfica með 0-0 einhvern tímann í fyrndinni. Hópsálin lætur samt ekki að sér hæða og áður en ég vissi af var ég farin að fylgjast með handboltaleikjum ásamt fleira fólki þar sem Bar-Inn sýndi beint frá handboltamóti í Svíþjóð. Því hefi ég fylgst með risi og falli íslenska landsliðsins í handbolta síðustu dagana.

Davíð Stefánsson skrifar:

Viðtal við Þýskalandskanslara

Fróðlegt var í vikunni að lesa viðtal Lionels Barber, ritstjóra breska dagblaðsins Financial Times, við Angelu Merkel Þýskalandskanslara.

Drífa Snædal skrifar:

NÁTTÚRUÖFLIN

Á fimmtudag skrifuðu flest aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins undir nýjan kjarasamning við sveitarfélögin. Starfsfólk sveitarfélaganna var eðlilega orðið langeygt eftir nýjum samningi enda runnu síðustu samningar út í lok mars 2019. Næstu dögum verður varið í að kynna samninginn og kjósa að lokum um hann. Ég hvet starfsfólk sveitarfélaga til að taka þátt í fyrirhuguðum fundum og atkvæðagreiðslu.

Benedikt Jóhannesson skrifar:

„Ekki segja neitt“

Nú er tveir mánuðir síðan sjón­varpið fjallaði um meint af­brot ís­lensks fyr­ir­tæk­is í Afr­íku. Ekki er of djúpt í ár­inni tekið að segja að þjóðin hafi verið sleg­in eft­ir þátt­inn. Frétt­ir bár­ust af því að nokkr­ir hefðu í kjöl­farið verið hand­tekn­ir í Namib­íu, ráðherr­ar þurftu að segja af sér og kunn­ug­ir segja að enn sé þetta mál stöðugt í umræðunni þar í landi.

Leshraði á kostnað lesskilnings?

Frammistaða íslenskra nemenda í lesskilningi samkvæmt niðurstöðum PISA hefur ekki breyst marktækt frá síðustu könnun PISA árið 2015 en þó hefur nemendum sem ekki ná grunnhæfniviðmiðum lesskilnings fjölgað hlutfallslega. Þriðji hver drengur og fimmta hver stúlka mælast ekki vera með grunnhæfni í lesskilningi. Áleitin spurning er hvort læsisstefna stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga og metnaðarfullar áætlanir séu byggðar á réttum forsendum og áherslum. Hvað er verið að gera rangt?

Þorsteinn Pálsson skrifar:

ENGIN PLÖN UM AÐ LYFTA ÍSLANDI ÚR BOTN­SÆTINU

Ráðherrar bera ábyrgð. Þeir komast ekki hjá því að láta kalda rökhyggju ráða för. Hinir, sem minni ábyrgð bera, eru frjálsari að því að tala á nótum tilfinninga. Fáir þekkja betur en núverandi heilbrigðisráðherra, að sú staða er miklu þægilegri þegar tala þarf til kjósenda um heilbrigðismál.

LOBBÍISTATILKYNNING

FERÐALAG Í FÁRVIÐRI HUGANS

BANANAVELDI KLERKANNA

KVART OG KVEIN: VISSU ÞETTA ÁÐUR EN ÞAU SETTUST Á ÞING

Ömurlegt að tilheyra starfsstétt sem er smánuð og kölluð afæta í kommentakerfunum

GÓÐIR VINIR LÉTU LÍFIÐ: MINNING ÞEIRRA MUN LIFA

Gleðitíðindi

ÞAÐ ER SANNLEIKURINN

Samfylkingarþingmaður gegn NATO

Kjósendur sagðir heimskir og heilabilaðir